Safnafræði


„Borg dagbókanna“ er viðurnefni sem ítalska borgin Pieve Santo Stefano í Tuscany hefur fengið vegna mikils dagbókasafns sem þar er að finna. National Diary Archive Foundation hefur meir en 7000 dagbækur og þeim fer ört fjölgandi. Dagbókarsafnið nýtur mikilla vinsælda og safninu berst mikill fjöldi dagbóka úr ýmsum áttum að hluta til vegna snjallrar aðferðar við dagbókarsöfnun sína. Skili fólk inn dagbókum geta þær orðið hluti af árlegri samkeppni. Stór valnefnd velur átta bestu dagbækurnar. Mögnuðustu dagbókarskrifin fá síðan 1,000 Evra verðlaun og eru gefin út.

 

Hluti dagbóka dagbókasafnsins í National Diary Archive Foundation.

Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Munir Said Thalib var myrtur með eitri um borð í flugvél á leið til Amsterdam frá Indónesíu 7. september 2004. Talið er að leyniþjónustan í Indónesíu beri ábyrgð á dauða hans en tilraunir til að draga morðingja hans til ábyrgðar í gegnum dómskerfið hafa ekki borið árangur.

Munir í safni helgað minningu hans Omah Munir. Mynd af HWO.

Mynd af Munir í safni helgað minningu hans, Omah Munir. Mynd af HWO.

Nú hefur Suciwati, ekkju Munirs, og nánum vinum hans tekist að byggja upp og opna safn, Omah Munir, í minningu hans. Því miður er heimasíða safnsins ekki enn komin með enska útgáfu en það er í bígerð. Omah Munir þýðir bókstaflega „heimili Munirs“ og er líkt og nafnið gefur til kynna heimilið þar sem hann bjó áður með fjölskyldu sinni. Í safninu gefur að líta persónulega muni Munirs og síðustu stundir lífs hans en líka lýsingu á mannréttindabaráttu hans og stöðu mannréttindamála í Indónesíu.

Markmið aðstandenda safnsins er að fræða unga kynslóð Indónesíubúa um mannréttindabrot hersins og fyrri stjórnvalda og halda áfram baráttunni fyrir að sannleikurinn fyrir fjöldamorðum og glæpum fyrri tíma verði gerður opinber og ættingjar þeirra sem urðu fyrir barðinu á mannréttindabrotum stjórnvalda verði beðnir afsökunar og fái einhverjar sárabætur. Ætlunin er að starfa með skólum í nágrenninu auk þess sem öflugt vinafélag sjálfboðaliða beitir sér fyrir fræðslu og fjárstuðningi en safninu hefur líka borist mikill stuðningur úr ýmsum áttum í samfélaginu.

Nýleg heimildamynd um fjöldamorðin á vinstri mönnum, The Act of Killing, hefur vakið mikla athygli á Vesturlöndum. Hún lýsir morðunum frá sjónarhorni morðingjanna og með þátttöku þeirra. Þeir eru stoltir af verknaði sínum og þess fullvissir um að verða aldrei dregnir til ábyrgðar enda njóta þeir verndar háttsettra aðila. Myndin er áhrifamikil og margverðlaunuð og ég mæli með því að horft sé á hana. Ekki síst til að sjá hvernig leikstjórinn JJoshua Oppenheimer nálgast þetta viðkvæma umfjöllunarefni.

Þrátt fyrir að myndin hafi beint sjónum margra að gömlum syndum Indónesískra stjórnvalda þá virðist hún ekki hafa orðið til mikilla opinberra viðbragða í átt til friðþægingar við aðstandendur fórnarlambanna. Opnun Omah Munir hefur vakið nokkra athygli í fjölmiðlum og ágætis umfjöllun um sögu mannréttindabrota í Indónesíu og safnið sjálft má sjá í Jakarta Post og Inside Indonesia. Mannréttindamál og uppgjör við fortíðina hefur einnig haft nokkur áhrif á komandi kosningar í Indónesíu líkt og sjá má á umfjöllun dr. Vannessu Hearman, kennara í Indónesíufræðum við Háskólann í Sidney, á History Workshop Online og í Inside Indonesia.

Í dag muna fáir af yngri Indónesunum eftir harðstjórn Suhartos og margir sjá efnahagslegan stöðugleika þess tíma í glæstu ljósi – ekki ósvipað því sem margir rússar líta aftur til Stalínstímans. Starf safnsins er því mikilvægt og góð ábending um að hægt er að vinna jákvætt úr erfiðum málum sem snúa að gjörðum og þöggun stjórnvalda.

Nóbelsskáldið Orhan Pamuk skrifaði bókina Museum of Innocence sem kom út árið 2009. Þetta er heillandi ástarsaga eða kannski réttar sagt þráhyggjusaga af því þegar Kemal, ungur maður í efri millistétt í Istanbul í Tyrklandi, verður ástfanginn af ungri konu, Füsun, þrátt fyrir að vera trúlofaður annarri.
Hann stofnar til framhjáhalds og ást hans verður brátt að þráhyggju. Síðar giftist Füsun öðrum manni en það kemur ekki í veg fyrir að Kemal heimsæki hana og fjölskyldu hennar árum saman til þess að vera nálægt henni. Til að bæta gráu ofan á svart tekur hann til við að stela hlutum af heimili hennar og sem tengjast stúlkunni til að fullnægja þráhyggju sinni. Með þessu móti fullnægir hann þörf sinni fyrir nærveru við markmið þráhyggju sinnar.
Þessi söfnunarástríða Kemals er kjarni sögunnar og hann stofnar síðan safn sem inniheldur gripi Füsuns og „fær“ Pamuk til að skrifa um ástarævintýri þeirra Füsuns og uppbyggingu safnsins.

Museum of Innocence

Í þessari blaðagrein, sem Pamuk skrifar, lýsir hann áhuga sínum og hrifningu af litlum persónulegum söfnum, líkt og hann reyndar segir afskaplega vel frá í bókinni. Hann segir frá tildrögum bókarinnar sem eru raunar þannig að hann var sjálfur byrjaður að safna hlutum sem tengdust mannlífi í Istanbul á áttunda og níunda áratuginum. Eftir að hafa safnað hlutum um árabil með óljósa hugmynd um að gera úr þeim safn um leið og hann skoðaði fjölda safna út um allan heim á ferðalögum sínum kviknaði sú hugmynd hjá honum að skrifa ástarsögu um mann sem safnaði hlutum sem tengdust þráhyggju sinni um að vera nær ást sinni. Eftir því sem sagan þróaðist segist Pamuk hafa farið að safna gripum sem tengdust betur sögunni auk þess sem hann þurfti að endurskrifa söguna margoft til að koma að nýjum sýningargripum.
Þannig má segja að sagan kvikni vegna söfnunarástríðu Pamuks sjálfs og áhuga á að byggja upp lítið safns í mynd þeirra safna sem hann hreifst mest af á ferðalögum sínum. Úr verður að Pamuk festir kaup á íbúð sem verður hluti sögunnar og lætur gera íbúðina að safni – Museum of Innocence.

Sígarettustubbar

Hluti 4213 sígarettustubba sem Kemal safnaði í laumi eftir að Füsun, ástin í lífi hans, hafði reykt þá. Við stubbana eru skráðar dagsetningarnar þegar Kemal náði stubbunum og vangaveltur sögupersónunnar yfir mögulegu skaplyndi Füsuns er hún reykti viðkomandi rettu. (Xinhua/Ma Yan)

Við lestur sögunnar um Museum of Innocence þá hrífst maður af lýsingum Pamuks af lífi millistéttarinnar í Istanbul þar sem vestræn menning er að festa rætur og rekst á við íhaldssama og rótgróna tyrkneska menningu. Við kynnumst innreið tyrknesks kvikmyndiðnaðar sem um tíma er þriðji stærsti í heimi á eftir Hollywood og Indlandi. Sömuleiðis stöðugum átökum hryðjuverkamanna, yfirvalda og stjórnarbyltinga þar sem nýjar og nýjar herstjórnir taka völdin. Allt þetta virðist þó lítil áhrif hafa á auðuga millistéttina sem nýtur lífsins á meðan.

Pamuk í safninu

Höfundurinn og stofnandi safnsins, Orhan Pamuk.

Þrátt fyrir að viðfangsefni Museum of Innocence sé á mörkum ímyndunar og raunveruleika þá, en reyndar einmitt þess vegna, fékk það Evrópsku safnaverðlaunin 2014.
Í umsögn dómnefndar segir:

The Museum of Innocence can be seen simply as a historical museum of Istanbul life in the second half of 20th century. It is also, however, a museum created by writer Orhan Pamuk as an integral, object-based version of the fictional love story of his novel of the same name. The Museum of Innocence is meant as a small and personal, local and sustainable model for new museum development. The Museum of Innocence inspires and establishes innovative, new paradigms for the museum sector.

This museum fulfils to the highest degree the notion of “public quality”, from the point of view both of heritage and of the public. (http://www.europeanmuseumforum.info/component/content/article/107-european-museum-of-the-year-award-2014-.html)

Ákaflega merkilegt afrek og sjálfur segir Pamuk að hann hafi mest gaman af því hve safnið verði lifandi í augum safngestanna. Persónur bókarinnar verði nánast sem lifandi verur í augum gestanna og skil veruleika og skáldskapar hverfi og bæði renni saman í eitt.

Að lokum þá bendi ég á að fyrir þá sem einnig sammála eru hrifningu Pamuks af aðdráttarafli lítilla persónulegra safna þá má sjá hér kort yfir „lítil“ söfn í París. Vonandi nýtist það einhverjum vel í næstu Parísarferð.

Suse Cairns heldur úti mjög áhugaverðu bloggi um safnamál þar sem hún spyr beittra spurninga sem krefjast erfiðra svara. Það er ekki bara gaman að lesa bloggin hennar heldur fær hún líka mikil viðbrögð frá lesendum sínum sem eru mörg hver með jafn áhugaverð innlegg við blogg Cairns.
Í þessum pósti spyr Cairns hvort að söfn séu að gera notendum sínum kleift að hafa áhrif safnkost sinn með lýðræðislegri aðkomu með tilkomu Internetinu, eða hvort söfnin séu einungis að styrkja íhaldssaman safnkostinn og skoðanir sem séu þegar til staðar í söfnunum.

museum geek

I am fascinated by power. When I was involved with the music industry, and my friends were busy dissecting the production values of obscure indie records, I was reading the street press to find out who the power brokers were. I wanted to know which individuals shaped what I heard, or could make or break an artist’s career. I wanted to know who defined ‘good’; who created the standards by which all other things were judged, and how those flows of power worked.

This fascination with power is one reason why I am so drawn to the intersection between museums and technology. Museums have an incredibly complex relationship with power. As boundary-defining institutions, they help set the standards by which ‘good’ and ‘bad’, or (more importantly) ‘legitimate’ forms of art, or culture, or history, are judged, doing so within a complex and interrelated system of other institutions that are similarly…

View original post 1.278 fleiri orð

Nýleg rannsókn á menningarminjasöfnum í Danmörku sýna margt aðfinnsluvert. Markmið í varðveislu vantar víða, safnageymslur ótækar, lítill hluti safngripa skráður og þeir liggja víða undir skemmdum.

Fugtigt. Øhavsmuseets magasin i Faaborg er så utæt, at det ikke er muligt at kontrollere fugtigheden. Overalt i Danmark er der problemer med opbevaringen af kulturarven. - Foto: Øhavsmuseet

Geymsla Øhavssafnsins í Faaborg. Þar er geymslan svo óþétt að safnstjórnendur geta ekki stjórnað rakastigi sem hefur slæm áhrif á varðveislu safngripanna. Mynd Øhavssafnsins úr frétt Politiken.

Það eru þó ekki söfnin ein sem fá gagnrýni heldur er yfirstjórn menningarmála gagnrýnd líka að sögn blaðamanna Politiken en grein þeirra má lesa hér.

Nina Simon hefur lengi verið einn af uppáhaldsmálsvörum mínum fyrir þátttökumiðuðu safnastarfi og virkjun sjálfboða með starfsemi safna.

Kröfur um þátttöku safngesta af hálfu safna, styrktaraðila þeirra og sjóða sem þau þurfa að leita til eru nú víða orðnar svo miklar að andstæðingar þátttökumiðaðra aðferða og samfélagslegrar safnastarfsemi eru farnir að láta að sér kveða.

Simon hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni og í þessum pistli sínum bendir hún á að alls ekki megi túlka notkun safna á þátttöku safngesta og samfélagsstarfi sem útilokun á hefðbundnu safnastarfi heldur er mikilvægt að átta sig á því að þetta sé einungis einn anginn af stærri heildarpakka safnastarfs.

Participation, Contemplation, and the Complexity of „And“.

Á föstudaginn kemur munu ég og Þóra Björk Ólafsdóttir, safna- og viðskiptafræðingur, kynna MA-ritgerðir okkar í málstofu sem verður í Listasafni Íslands, líkt og sést á fréttatilkynningu Listasafnsins sem sést hér að neðan. Nú er að krossleggja putta í von um góða aðsókn og ekki síður um skemmtilegar umræður að lokinni kynningu.

MÁLSTOFA – SÖFN OG SAMFÉLAG
Föstudaginn 19. apríl kl. 15.00 – 17.00 verður haldin málstofa um söfn og samfélag í Listasafni Íslands við Tjörnina í samstarfi við Félag íslenskra safnafræðinga, Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Listasafn Íslands. Rætt verður um hlutverk safna í samtímanum, rekstargrundvöll og samfélagslega ábyrgð. Tvær nýjar rannsóknir á sviði safnafræði verða kynntar. Skúli Sæland mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar, Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir og Þóra Björk Ólafsdóttir mun kynna rannsókn sína Talnasafn. Greining á rekstrarumhverfi safna í eigu annarra en ríkisins. Málstofan er öllum opin og ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veita Rakel Pétursdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Dagskrá

15.00 – 15.20
Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir.
Skúli Sæland, safnafræðingur og sagnfræðingur.

Umræður

15.45 – 16.05
Tölum safnað: Rekstrarumhverfi safna á Íslandi – staða safna út frá gögnum safnasjóðs. Mörg söfn á Íslandi hafa lítið rekstrarfé á milli handanna og fáa starfsmenn. Í erindinu verður reynt að varpa ljósi á rekstur 52 safna á Íslandi árið 2010 sem eru ekki í eigu ríkisins og skoðað hvort einhver ákveðin tegund safna sker sig úr hvað varðar rekstrarumhverfi. Önnur ár verða einnig skoðuð til samanburðar ásamt framlögum til ríkissafna á sama tíma.

Þóra Björk Ólafsdóttir, safnafræðingur og viðskiptafræðingur.

Umræður

16.30 – 16.45
Kynning á Félagi íslenskra safnafræðinga.
Rakel Pétursdóttir, formaður

Fundarstjóri
Rakel Pétursdóttir

Ecomuseums: A Sense of Place er vel skrifuð og gefur góða yfirsýn yfir nauðsyn samskipta safna við samfélagið. Ecomuseum sem þýtt hefur verið sem vistsafn er tiltölulega ný safnategund sem byggir á nánu samstarfi við nærsamfélagið. Þetta eru iðulega smásöfn og eru jafnvel algerlega rekin af sjálfboðaliðum og byggja á þeirra vitneskju og áherslum.
Vegna þess hve vistsöfn eru nýtilkomin þá eru þau enn að þróast og hugmyndafræðin að baki þeim og Davis er sá fræðimaður sem einna gerst hefur kynnt sér þessi stúdíu.

Ecomuseums 2nd Edition: A Sense of Place
Bókin er skipt upp í þrennt, í fyrsta hlutanum fer hann yfir aðdragandann að stofnun vistsafna og hugmyndafræði þeirra. Miðhlutinn er ítarleg úttekt á mismunandi vistsöfnum um allan heim og lokahlutinn er samantekt á stöðu safnanna í dag og fjölbreyttni þeirra.
Ég tel þetta rit vera undirstöðurit fyrir þá sem vilja kynna sér vistsöfn og samskipti safna við nærsamfélög. Það ber þó að athuga er að Davis er mikill talsmaður vistsafna og á stundum finnst manni hann hampa þeim um of.