Hinrik Andrés fæddist á Klöpp, Stokkseyri, og ólst upp í Útverkum á Skeiðum. Hann lærði til vélstjóra, fékkst við ýmis störf svo sem sjómennsku og lærði útskurð hjá Ríkarði Jónssyni. Tók við búskap á Útverkum af fósturföður sínum en hætti búskap þegar það brann hjá honum 1959. Dvaldi eftir það í Útvirkum að sumarlagi en í Reykjvík á veturna. Síðustu árin bjó Andrés  á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Hinrik Andrés var þekktur innan sveitarinnar og á meðal fjölskyldunnar sem Andrés en utan hennar var hann bara notað nafnið Hinrik. Hann var áhugamaður um veiðimál og var í stjórn Landsambands veiðifélaga. Hann var mikill hagleiksmaður og eftir hann eru margir fallegir útskornir munir.

Hinrik Andrés gaf Hjartavernd og Krabbameinsfélagi Íslands andvirði jarðanna Útverka og Miðbýlis í Skeiðahreppi 1997 og ánafnaði Hjartavernd og Krabbameinsfélagi Íslands allar eigur sínar við andlát sitt, samtals um 17 miljónir króna að þávirði.

Hann var áhugamaður um sagnir og gamlan fróðleik og til marks um það eru viðtöl sem Árnastofnun tók við hann og eru birt með leyfi hennar.

Nykur í Hvítá

Séra Brynjólfur, Ófeigur Jónsson og Gestur á Hæli

Auglýsingar