Brúarfoss í Brúará

Brúarfoss í Brúará

Menningarhátíð og guðþjónusta verður haldin í Úthlíð 9. júlí á afmælisdegi kirkjunnar.
Framundan er samstarfsverkefni við ferðaþjónustuna í Úthlíð þar sem gengið verður að Brúarfossi í Brúará. Þetta er afskaplega fallegur foss sem býr yfir dramatískri sögu um að biskupsfrúin Helga Jónsdóttir og bryti hennar hafi látið brjóta niður steinboga sem lá yfir hann. Þetta gerðu þau til að varna fátæklingum að komast að Skálholti. Grimmileg frásögn en til þessa hafa menn ekki þorað að taka afstöðu til þess hvort um helberan uppspuna sé að ræða eða hvort slíkur steinbogi hafi í raun og veru legið yfir fossinn.
Ég lagðist smá rannsóknir og fann skemmtilega mikið sem styður þessa frásögn. Vonandi verður þetta skemmtileg ganga með góðri kvöldstund þar sem göngugestir munu taka þátt í samræðum um þessa gömlu sögu.
Eftirfarandi dagskrá er að finna á heimasíðu ferðaþjónustunnar í Úthlíð, http://www.uthlid.is:
Mæting í Réttina kl. 17.00, farið að Brúará. Kl. 20.00 hefst messa í Úthlíðarkirkju, að messu lokinni verður Skúli Sæland sagnfræðingur og menningarmiðlari með fyrirlestur um steinbogann í Brúará og veitingar í Réttinni.

Fimmtudagur 9. júlí

Mæting í Réttina kl. 17.00, sameinast í bíla og ekið sem leið liggur að Vallá og gengið þaðan að Brúará, gamla brúin skoðuð og minjar um steinbogann. Síðan er gengið til baka í bílana og þeir sem vilja ganga lengra fara eftir Kóngsveginum heim í Úthlíðarkirkju undir fararstjórn heimamanna.

Kl. 20.00 hefst messa í Úthlíðarkirkju, sr. Egill Hallgrímsson messar og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng, Jón Björnsson kantor annast undirleik.
Að messu lokinni hefst samkoma í Réttinni, en þar verður í boði grænmetissúpa og fróðlegur fyrirlestur sem Skúli Sæland sagnfræðingur og menningarmiðlari mun flytja um steinbogann í Brúará.

Frekari upplýsingar má líka sjá á hópsvæðinu „Sögubrot síðustu alda“ á Facebook undir viðburðir og myndir, http://www.facebook.com/topic.php?uid=37580109882&topic=7060#/group.php?gid=37580109882
Vonast til að sjá sem flesta.
Reblog this post [with Zemanta]
Auglýsingar