mars 2013


Ecomuseums: A Sense of Place er vel skrifuð og gefur góða yfirsýn yfir nauðsyn samskipta safna við samfélagið. Ecomuseum sem þýtt hefur verið sem vistsafn er tiltölulega ný safnategund sem byggir á nánu samstarfi við nærsamfélagið. Þetta eru iðulega smásöfn og eru jafnvel algerlega rekin af sjálfboðaliðum og byggja á þeirra vitneskju og áherslum.
Vegna þess hve vistsöfn eru nýtilkomin þá eru þau enn að þróast og hugmyndafræðin að baki þeim og Davis er sá fræðimaður sem einna gerst hefur kynnt sér þessi stúdíu.

Ecomuseums 2nd Edition: A Sense of Place
Bókin er skipt upp í þrennt, í fyrsta hlutanum fer hann yfir aðdragandann að stofnun vistsafna og hugmyndafræði þeirra. Miðhlutinn er ítarleg úttekt á mismunandi vistsöfnum um allan heim og lokahlutinn er samantekt á stöðu safnanna í dag og fjölbreyttni þeirra.
Ég tel þetta rit vera undirstöðurit fyrir þá sem vilja kynna sér vistsöfn og samskipti safna við nærsamfélög. Það ber þó að athuga er að Davis er mikill talsmaður vistsafna og á stundum finnst manni hann hampa þeim um of.

Auglýsingar

Útsaumur Agnesar Richters á jakka þeim er hún íklæddist á geðsjúkarhúsi undir lok 19. aldar er með þekktari verkum listaverka sem flokka má meðal náttúrutalenta eða ólærðra listamanna.

Á meðan hún dvaldi á Heidelberg geðsjúkrahúsinu þá miðlaði hún hugsunum sínum með útsaum á jakkann og textinn gefur magnaða innsýn í hugskot sjúkrar manneskju. Þessi aðferð hennar við textaskrif virðist tilkomin vegna hæfileika hennar sem saumakona.

Sálfræðingurinn Hans Prinzhorn sem einnig var listasagnfræðingur safnaði saman verkum geðsjúkra í byrjun 20. aldar og varð söfnun hans að merkilegu safni sem ber nafn hans að háskólanum í Heidelberg. Hann gaf út bókina, Bildnerei der Geisteskranken (Artistry of the Mentally Ill), árið 1922 þar sem hann fjallaði um list geðsjúkra. Hún vakti lítinn áhuga sálfræðinga en því meiri hjá listamönnum.

Það sem mér finnst sérlega athyglisvert í þessu samhengi er af hverju jakki Richters er skilgreindur sem list. Hún miðlar lífssögu sinni á jakkann fyrir sig sjálfa af innri þörf og íklæðist þannig veruleika sínum. Hún virðist ekki hafa gert þetta í þeim tilgangi að miðla tjáningu sinni til annarra heldur einungis fyrir sig. Því má segja að skilgreining á list sé háð skilgreiningu samtímans á því hvað er list en það er reyndar ákaflega fljótandi fyrirbæri.

Tengt þessu er áhugavert að skoða upp deilurnar sem risu upp um staðsetningu Prinzhorn safnsins undir lok síðustu aldar. Safnið sem hefur vakið mikla athygli og viðurkenningar er staðsett við háskólann í Heidelberg en upp risu hugmyndir um uppbyggingu safns í Berlín sem fjallaði um þjóðernishreinsun nasista þar sem „óæskilegum“ áhrifum frá aðilum á borð við gyðinga og geðsjúka var eytt. Prinzhorn safnið var þannig flokkað sem listgripir sem nasistar hefðu bæði reynt að stela og auðkenna sem óæskileg einkenni. Aðalkostunaraðilinn gerði kröfu um að Prinzhorn safnið yrði meginstoð þessa nýja safns og undirbúningur byggingar og kynningar hófst án þess að rætt væri við eigendur og umsjónarmenn Prinzhorns safnsins. Að mér vitanlega virðist Heidelberg mönnum hafa komið í veg fyrir þennan flutning en áherslurnar á safnkostinn sýna mismunandi sjónarhorn á gripi safnsins, annars vegar tjáningarform geðsjúkra í formi gripa sem flokka má sem list og hins vegar listgripi sem nasistar flokkuðu sem óæskilega og stálu frá ósjálfbjarga sálum.

Heimildir:

Agnes Richter’s embroidered straightjacket„, The Museum of Ridiculously Interesting Things, sótt 24. 3. 2013.

Mynd af jakkanum á vefsíðunni This is Not Modern Art, sótt 24. 3. 2013.

Mynd af erminni á vefsíðunni The LuluBird.blogspot.com, sótt 24.3. 2013.

The Prinzhorn Collection„, Helen Mccarthy: A Face made for Radio, sótt 24.3. 2013.

Fréttatilkynning 11.4. 2000, University of Heidelberg, http://www.uni-heidelberg.de/press/news/press90e.html, sótt 24.3. 2013.

Í BNA liggur fyrir frumvarp, sem mögulega mun tryggja eignarrétt einkafyrirtækja á efni sem dreift er um netið s.s. rafbækur. Menningarstofnanir á borð við skjalasöfn og hugsanlega hefðbundin söfn í æ ríkari mæli, munu þá þurfa að borga viðkomandi fyrirtæki leyfisgjöld fyrir aðgengi að menningarupplýsingum. Þar með er hætta á að vald á menningarsögu færist yfir í hendur fyrirtækja.

Er þetta hugsanlega framtíðin sem mun fylgja aukinni netvæðingu? Munu stórfyrirtækin „eignast“ réttinn á því efni sem dreift er um þeirra gáttir og menning og saga nútímans verða háð góðvild og leyfi slíkra aðila?

Viðbrögð almennings við lok síðari heimsstyrjaldarinnar gagnvart „hermannahórunum“ þegar þær voru niðurlægðar opinberlega minna að vissu leyti á Ástandið hér á Íslandi. Hér voru „ástandskonurnar“ niðurlægðar og margir töldu samveru þeirra með erlendum hermönnum vera ógn og sviksemi við virðingu þjóðarinnar.

Iconic Photos

Iconic Photos reports from a wonderful exhibition in Musée du Quai Branly

chartres-august-18-1944

On Sunday, as rain gently swept across its windows, I strolled through the Quai Branly Museum’s new exhibition, Cheveux Chéris: Frivolités et Trophés (‘Beloved Hair: Trophies and Trifles’). A series of photographs made me pause and ponder: they showed l’épuration (purification or purge) where France rose up against Nazi ‘collaborators’. Taking a cue from the “purification” of Republican women in Spain in the 1930s, French women who slept with the Germans were marched on to public squares and shaved.

Capturing one such grisly humiliation was no other than Robert Capa. On 18th August 1944, just a week before the liberation of Paris, Capa was in Chartres, where a young women who bore a child to a German soldier was shaved bald by a mob, who paraded her through the town with her three-mouth old  child. Back in 1941, 19-year old Simone Touseau had fallen in love…

View original post 561 fleiri orð

Marilyn Hernandez bloggaði nýlega um sögulegar kvikmyndir og velti þeirri spurningu upp hvort þær hjálpuðu eða stæðu í vegi fyrir skynjun okkar um fortíðina. Hér er stóra spurningin sú hvort réttlætanlegt sé að birta skerta eða brenglaða mynd af fortíðinni, jafnvel áróður, eða hvort hafa skuli það sem sannara reynist.

Ég verð að viðurkenna að ég hef velt þessu oft fyrir mér en frá öðru sjónarhorni. Í menningarlegri ferðaþjónustu tíðkast notkun tákna og einkenna sem öðlast hafa hefð – eða „af því bara“ vegna skorts á annarri skýringu á því sem ferðamönnunum er boðið að skoða. Sannfræðilegt gildi sumra þessara staða og hluta frá fortíðinni eru oft umdeilanlegt en í mismiklum mæli þó. Sem dæmi má nefna hina víðfrægu víkingahjálma með nautshornunum, klæðnað Leifs Eiríkssonar á styttunni fyrir framan Hallgrímskirkju, Herjólfsbæ í Vestmannaeyjum, Þorláksbúð í Skálholti, Eiríksstaði í Haukadal og marga fleiri. Á meðal þeirra sem hafa bloggað og gagnrýnt svona framkvæmdir eru Svanur Gísli Þorkelsson  og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Eitt af því sem vert er að athuga í svona umræðu er að sannleikurinn er afstæður og hann breytist stöðugt eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram – eða túlkun eldri gagna breytist.

Er þá rétt að taka aldrei afstöðu heldur slá alla þá fræðilegu varnagla sem til eru áður en maður opnar munninn til þess að verða ekki hafður (árum seinna) fyrir rangri sök?

Eða er í lagi að setja fram og tilgátur sem kosta margar milljónir, verður ekki hent svo léttilega fyrir róða og getur meira að segja fest sig í sessi sem „sannleikur“ í augum stórs hluta þjóðarinnar?

Sjálfur tel ég að það sé í lagi að setja fram tilgátur, varpa fram táknmyndum og veita fleirum innsýn í fortíðarpælingar. Það sem ég þoli hins vegar ekki eru fullyrðingar tilgátuaðila um að mynd þeirra af fortíðinni sé sú sannasta þegar oft er einungis um hreina lýgi og áróður að ræða.