Menningarklasi uppsveita Árnessýslu


Á miðvikudaginn var haldinn fyrsti aðalfundur og formlegur stofnfundur félagsins Upplits á Hótel Heklu á Skeiðum. Félagið er grasrótarfélag sem gengst fyrir mánaðarlegum menningaruppákomum í uppsveitum Árnessýslu auk menningarrannsókna og söfnun menningarefnis í rafrænan opinn gagnagrunn sem verður varðveittur á http://www.sveitir.is.
Bráðabirgðastjórn félagsins var Ann-Helen Odberg, Ásborg Arnþórsdóttir, Eyþór Brynjólfsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Skúli Sæland. Við vorum kosin áfram í stjórn auk þess sem ný lög voru formlega samþykkt.

Þetta var ekki bara vettvangur venjulegra aðalfundastarfa því líkt við héldum líka fyrsta menningarviðburð okkar sem fólst í samstarfi við Undan öskunni sem er klasahópur er vinnur að menningarmálum í Þjórsárdal. Hópurinn fékk Vilborgu Halldórsdóttur til að semja leikrit um Gauk Þrándilsson á Stöng í Þjórsárdal sem hún kynnti skemmtilega fyrir fundargestum.

Félagið hefur stofnað síðu á fésbókinni og hvet ég alla áhugasama um að kíkja á hana og fylgjast vel með.

Auglýsingar

Undirbúningur að stofnun Menningarklasa uppsveita Árnessýslu er nú á lokametrunum. Erum að ganga frá umsókn sem lögð verður til Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands á næstu dögum.
Við Ann-Helen Odberg og Margrét Sveinbjörnsdóttir höfum átt afskaplega góðar og gefandi stundir við undirbúning klasans og hlökkum til að sjá barnið fæðast 🙂