Ecomuseums: A Sense of Place er vel skrifuð og gefur góða yfirsýn yfir nauðsyn samskipta safna við samfélagið. Ecomuseum sem þýtt hefur verið sem vistsafn er tiltölulega ný safnategund sem byggir á nánu samstarfi við nærsamfélagið. Þetta eru iðulega smásöfn og eru jafnvel algerlega rekin af sjálfboðaliðum og byggja á þeirra vitneskju og áherslum.
Vegna þess hve vistsöfn eru nýtilkomin þá eru þau enn að þróast og hugmyndafræðin að baki þeim og Davis er sá fræðimaður sem einna gerst hefur kynnt sér þessi stúdíu.

Ecomuseums 2nd Edition: A Sense of Place
Bókin er skipt upp í þrennt, í fyrsta hlutanum fer hann yfir aðdragandann að stofnun vistsafna og hugmyndafræði þeirra. Miðhlutinn er ítarleg úttekt á mismunandi vistsöfnum um allan heim og lokahlutinn er samantekt á stöðu safnanna í dag og fjölbreyttni þeirra.
Ég tel þetta rit vera undirstöðurit fyrir þá sem vilja kynna sér vistsöfn og samskipti safna við nærsamfélög. Það ber þó að athuga er að Davis er mikill talsmaður vistsafna og á stundum finnst manni hann hampa þeim um of.

Auglýsingar