Nina Simon hefur lengi verið einn af uppáhaldsmálsvörum mínum fyrir þátttökumiðuðu safnastarfi og virkjun sjálfboða með starfsemi safna.

Kröfur um þátttöku safngesta af hálfu safna, styrktaraðila þeirra og sjóða sem þau þurfa að leita til eru nú víða orðnar svo miklar að andstæðingar þátttökumiðaðra aðferða og samfélagslegrar safnastarfsemi eru farnir að láta að sér kveða.

Simon hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni og í þessum pistli sínum bendir hún á að alls ekki megi túlka notkun safna á þátttöku safngesta og samfélagsstarfi sem útilokun á hefðbundnu safnastarfi heldur er mikilvægt að átta sig á því að þetta sé einungis einn anginn af stærri heildarpakka safnastarfs.

Participation, Contemplation, and the Complexity of „And“.

Auglýsingar