apríl 2013


Ritskoðun að yfirtaka menningu okkar?
Sem sagnfræðingur hafa rannsóknir mínar oftast snúist um að svipta hulunni af sannleikanum og grafa upp löngu gleymdar upplýsingar. Nú er aftur á móti endursköpun minninga og heimilda orðið lykilatriði hjá fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og ríki líkt og sjá má á þessari bloggsíðu Iconic Photos.

Iconic Photos

As America’s anger thermostats overheats on Mark Twain censorship, Iconic Photos looks back at a visual issue that regularly graces our semi-annual, revisionist political correctness hissy fits: cigarette censorship in photos.

The French, for all their enthusiastic fume-making, seems to be the worse offenders. Not even presidents or philosophes escape the firm hand of their cigarette censors, whose efforts are often sophomoric and inexplicable: Jacques Tati’s much-loved character, Monsieur Hulot, someone so iconic that even his silhouette was instantly recognizable, was depicted as gnawing on a papier-mache windmill instead (how did they come up with this idea?!). This actually reminds me of a scene in Thank You For Smoking where an American senator attempts to digitally remove cigarettes from classic films. The scene was not in the original novel, but its author Christopher Buckley would have agreed; Buckley once called a similar practice, „tampering with cultural DNA“.

Buckley was referring to…

View original post 895 fleiri orð

Á föstudaginn kemur munu ég og Þóra Björk Ólafsdóttir, safna- og viðskiptafræðingur, kynna MA-ritgerðir okkar í málstofu sem verður í Listasafni Íslands, líkt og sést á fréttatilkynningu Listasafnsins sem sést hér að neðan. Nú er að krossleggja putta í von um góða aðsókn og ekki síður um skemmtilegar umræður að lokinni kynningu.

MÁLSTOFA – SÖFN OG SAMFÉLAG
Föstudaginn 19. apríl kl. 15.00 – 17.00 verður haldin málstofa um söfn og samfélag í Listasafni Íslands við Tjörnina í samstarfi við Félag íslenskra safnafræðinga, Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Listasafn Íslands. Rætt verður um hlutverk safna í samtímanum, rekstargrundvöll og samfélagslega ábyrgð. Tvær nýjar rannsóknir á sviði safnafræði verða kynntar. Skúli Sæland mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar, Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir og Þóra Björk Ólafsdóttir mun kynna rannsókn sína Talnasafn. Greining á rekstrarumhverfi safna í eigu annarra en ríkisins. Málstofan er öllum opin og ókeypis aðgangur.

Nánari upplýsingar veita Rakel Pétursdóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson

Dagskrá

15.00 – 15.20
Vinna fúslega gefin. Skoðun á eðli og hlutverki sjálfboðavinnu við menningarstofnanir.
Skúli Sæland, safnafræðingur og sagnfræðingur.

Umræður

15.45 – 16.05
Tölum safnað: Rekstrarumhverfi safna á Íslandi – staða safna út frá gögnum safnasjóðs. Mörg söfn á Íslandi hafa lítið rekstrarfé á milli handanna og fáa starfsmenn. Í erindinu verður reynt að varpa ljósi á rekstur 52 safna á Íslandi árið 2010 sem eru ekki í eigu ríkisins og skoðað hvort einhver ákveðin tegund safna sker sig úr hvað varðar rekstrarumhverfi. Önnur ár verða einnig skoðuð til samanburðar ásamt framlögum til ríkissafna á sama tíma.

Þóra Björk Ólafsdóttir, safnafræðingur og viðskiptafræðingur.

Umræður

16.30 – 16.45
Kynning á Félagi íslenskra safnafræðinga.
Rakel Pétursdóttir, formaður

Fundarstjóri
Rakel Pétursdóttir