Eitt af skemmtilegum verkefnum sem detta í fangið á manni við starfið í stjórn Upplits – menningarklasa uppsveita Árnessýsluer að halda utan um safnarasýningu.

Bjórkönnusafn Gurney Katz

Fæstir safna meir en 119 gripum á mánuði líkt og Gurney Katz en eiga falleg söfn sem viðkomandi finnst óaðskiljanlegur hluti af persónu sinni. (Myndin er fengin af vefsíðu http://allfromweb.net)

Er núna sýningarstjóri ásamt Önnu Ásmundsdóttur fyrir safnarasýningu sem haldin verður í Félagsheimilinu að Flúðum laugardaginn 5. nóvember kl. 13-17. Þangað stefnum við saman nokkrum söfnurum sem tengjast uppsveitum Árnessýslu og gefst þeim þannig færi á að sýna einkasöfn sín og hitta aðra safnara að máli og skiptast á skoðunum og reynslusögum.
Mörg áhugaverð söfn verða til sýnis s.s. fingurbjargir, vínflöskur, dýrastyttur og að ógleymdum þjóðbúningadúkkunum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Upplits,  eða á fésbókarsíðu þess.
Einu get ég þó lofað. Það verður ekkert safn til sýnis á borð við þetta:

Auglýsingar