Náðum þeim árangri undir lok ársins að klára heimildamyndina okkar í samstarfi við Elizu Reid og Örn Einarsson.

Þetta var skemmtilegt verkefni sem fjallaði um ráðstefnu sem komið var á í júlímánuði 2008 í Háskóla Íslands að frumkvæði Péturs heitins Ólafssonar og fjallaði um siglingar skipalesta til Rússlands í síðari heimsstyrjöldinni.

Til ráðstefnunnar mættu bæði fræðimenn og aldnar stríðskempur frá fjölda þjóðlanda og tókum við viðtöl við sjómennina sem birt voru í heimildamyndinni.

Pétur var hvers manns hugljúfi og kraftur hans og fjör er öllum er honum kynntust eftirminnilegt en hann lést í desember eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Auglýsingar