Enn finnast gamlir stríðsglæpamenn

Á hverjum degi fæðast nýir stríðsglæpamenn. Bæði fæðast börn sem síðar verða hroðalegir glæpamenn, venjulegir borgarar fremja hroðalega stríðsglæpi og sömuleiðis finnast morðingjar sem hafa verið í felum áratugum saman til að komast undan afleiðingum glæpa sinna.

Ef marka má þessa frétt þá virðist síðasta tilfellið vera hér á ferðinni.

Mörgum finnst orðalag mitt um fæðingu verðandi stríðsglæpamanna úr móðurkviði sérkennilegt en það stafar af skoðun minni að eðli margra glæpa er afstætt og dómur yfir glæpamönnum aldrei nein vissa. Að auki má nefna að þegar barn fæðist á svæði þar sem átök eða mikil spenna ríkir vegna langvarandi þjóðernis- eða trúardeilna þá er viðbúið að barnið verði með einum eða öðrum hætti þátttakandi í slíkum átökum síðar. Má hér t.d. nefna barnahermennina í Afríku sem voru látnir myrða og ræna skv. skipun herforingjanna.

Þannig hafa nýlenduveldi framið hroðaleg fjöldamorð án þess að hljóta vandlætingu fyrir – í raun verið hampað fyrir að halda uppi aga og reglu. Sigurvegarinn í stríði fremur oft hræðilega stríðsglæpi og gerendur þeirra eru sjaldan látnir svara til saka, má hér t.d. nefna Sovéska hermenn í síðari heimsstyrjöld.

Afstæði glæpa er oft með þeim hætti að alþjóðasamfélagið styður aðila í nútíma hernaðarátökum á sama tíma og hermenn þess aðila misþyrma saklausum borgurum.

Réttlæti?

Aldrei!

Auglýsingar