Var að fá bréf frá Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar þar sem okkur var tilkynnt að við hefðum fengið rausnarlega styrkveitingu vegna rannsóknar og sýningar á Endurreisn Skálholts.

Er afskaplega glaður og þakklátur fyrir þennan styrk því eftir því sem ég veit best er sjóðurinn ekki að veita stórar fjárhæðir auk þess að á þessum síðustu tímum hefur maður vart vitað í hvorn fótinn maður átti að stíga varðandi styrkumsóknir og -væntingar.

Sýningin er nú opin eftir hádegi á sunnudögum í Skálholtsskóla og sérstök erindi og viðburðir er sýningunni tengjast verða auglýst þegar nær dregur.

Auglýsingar