„Borg dagbókanna“ er viðurnefni sem ítalska borgin Pieve Santo Stefano í Tuscany hefur fengið vegna mikils dagbókasafns sem þar er að finna. National Diary Archive Foundation hefur meir en 7000 dagbækur og þeim fer ört fjölgandi. Dagbókarsafnið nýtur mikilla vinsælda og safninu berst mikill fjöldi dagbóka úr ýmsum áttum að hluta til vegna snjallrar aðferðar við dagbókarsöfnun sína. Skili fólk inn dagbókum geta þær orðið hluti af árlegri samkeppni. Stór valnefnd velur átta bestu dagbækurnar. Mögnuðustu dagbókarskrifin fá síðan 1,000 Evra verðlaun og eru gefin út.

 

Hluti dagbóka dagbókasafnsins í National Diary Archive Foundation.

Auglýsingar