júní 2014


Fæðing heimildaljósmyndunar í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöld

Ljósmyndarar gátu í fyrsta skipti verið á staðnum og tekið ljósmyndir af hernaðarátökum með tilkomu handhægra ljósmyndavéla á borð við Brownie og Vest Pocket Kodak sem þurftu ekki langan lýsingartíma og tiltölulega auðvelt var að nota. Í Krímstríðinu 1850 og Borgarastríðinu í BNA áratug síðar urðu ljósmyndarar að taka myndir fyrir og eftir bardaga m.a. vegna langs lýsingartíma en nú gátu þeir skrásett atburðina sjálfa og miðlað þeim til dagblaða auk þess sem hermennirnir sjálfir tóku myndir. Nú voru líka settar reglur um að uppstillingar og sögufölsun var ekki ásættanleg.

Góð samantekt um þetta upphaf heimildaljósmyndunar hjá New York Times með heimildum frá Imperial War Museum.

Auglýsingar

Norðmenn eru að missa vitið

Hvað er vit ef ekki minni og þekking?

Í meðfylgjandi blaðagrein norska þjóðskjalavarðarins, Ivars Fonnes, kemur fram að saga og þekking norska ríkisins er vel varðveitt þau 200 ár sem það hefur verið við lýði. Öðru máli gegnir um síðustu tvo áratugi.

Þrátt fyrir stöðugar viðvaranir og beiðnir skjalavarða um fjármagn til að koma upp varðveislu á stafrænum gögnum norska ríksins hefur því ekki verið sinnt. Ríkið og sveitafélög hafa tekið upp stafræna gagnameðhöndlun og sú hætta er nú fyrir hendi að gögnin glatist endanlega þar sem ekki eru til leiðir til að varðveita þessar heimildir varanlega.

Nina Simon, safnstjóri Museum of Art & History, nefnir mjög athygliverð atriði varðandi tengingu safna við sín nærsamfélög í viðtali á þessari bloggsíðu. Hún bendi t.a.m. á kosti sk. Pop Up safna sem eru skammtíma „söfn“ um valin málefni og hvernig söfn geta tæklað flókin vandamál með einföldum breytingum á kröfum við starfsmannaráðningar. Hún fer vítt og breitt um nálgun safna við samfélag sitt og þetta er áhugaverð lesning.

the incluseum

Recently, Nina Simon, the director of the Santa Cruz Museum of Art & History (MAH) and Museum 2.0 extraordinaire, joined me (Aletheia) in a conversation/interview about social bridging, the limits of social bridging, working with community service providers to best support participating communities, as well as anti-bias visitor education and changing museums through hiring practices. I was thankful for the time Nina shared to talk and her thoughts on MAH’s recent work, challenges and triumphs. We began by speaking a bit about a couple of MAH’s local detractors and the difference between being all things to all people and consciously seeking to meet your public mandate by trying to welcome all communities to your museum. The conversation then turned to welcoming visitors via museum spaces, programming, reputation and relationships that a museum cultivates.

The following are Nina’s reflections transcribed from the interview, however Nina, Rose and I edited extensively for…

View original post 2.079 fleiri orð

Nýlendustefnan ennþá við lýði og jafnvel öflugri en hún var

Hvernig upplifir persóna frá Þriðja heiminum forna og glæsta menningu Evrópu? Ekki síst þegar hún sækir menntun í einhverjum af virtustu menntastofnunum álfunnar.

Í þessari vefsíðufærslu prófessorsins Walters Mignolo birtir hann bréf fyrrum nemanda síns, Michelle K. frá Singapore, sem hún skrifaði sem hluta af námskeiðsverkefni. Í bréfinu sem hún skrifar til sjálfrar sín áður en hún heldur til Evrópu, lýsir hún hrifningu sinni af menningu Evrópu og hvernig hún kynnist betur og betur listum, heimspeki, siðum og samskiptum við samnemendur sína.

Hins vegar líkur bréfi Michelle á því þeirri uppgötvun hennar að með því að samsama sig og læra á menningu Evrópu byrjar hún að skoða og skynja sína eigin menningu og heimaland með augum Vesturlandabúa.

Þetta ferli er óafturkræft og í bréfi sínu sem er ákaflega vel skrifað og heillandi gerir Michelle góða grein fyrir því hvernig skynjun lærist og breytist þegar maður samlagast nýrri menningu.

Titill þessa bloggpóstar hjá Ed Rodley, „It’s not what you know, but what you are willing to learn“, er bæði heillandi og lýsandi fyrir innihald efnisins. Hann lýsir hér starfi sínu við söfn og sýningar þar sem hann glímdi stöðugt við minnimáttarkennd og vanlíðan vegna þess að hann kunni minna en flestir aðrir og var lítið menntaður í faginu. Með tímanum lærði hann þó gullnu regluna að með viljann til að fræðast og halda stöðugt áfram eru þér allir vegir færir – og þú ert í raun hæfari starfsmaður en flestir aðrir.

Thinking about Museums

Already a dork at age 13. But, a dork in spacesuit FTW!

It’s not what you know, but what you are willing to learn

I kinda fell into museum work, which is odd, since I’d worked in museums since I was 11. I’d had a bunch of front of house positions; guard, guide, gift shop, garage; all the entry level jobs.  But despite that, I never really thought of museum work as something I’d pursue as a career. No, thanks. I was gonna go to college to be an astronaut. Instead, I dropped out my senior year, and after a brief, disastrous stint in retail, and needing to pay the rent, wound up back at…

View original post 821 fleiri orð

Samfélagsmiðlar á borð við fésbókina, Instagram og Twitter eru orðnir ansi áberandi og stofnanir á borð við söfn reyna stöðugt að nýta sér þessar aðferðir til að tengjast notendum sínum betur. Þessum bloggara ofbauð þó þegar Listasafn Ontario í Toronto hvatti gesti sína til að tvísta á meðan þeir nytu listarinnar. Skemmtilega ferskt sjónarhorn í „Shut the Tweet up“.

All About Work

Organizations are being told all the time that they have to use social media to be competitive and responsive. And obviously there have been times when organizations – formal or informal – have used social media to the great benefit of themselves and their society, as in, for example, the Arab Spring uprising. But are there places or organizations where social media doesn’t belong? I think so, because I just went to one.

View original post 866 fleiri orð

Suse Cairns heldur úti mjög áhugaverðu bloggi um safnamál þar sem hún spyr beittra spurninga sem krefjast erfiðra svara. Það er ekki bara gaman að lesa bloggin hennar heldur fær hún líka mikil viðbrögð frá lesendum sínum sem eru mörg hver með jafn áhugaverð innlegg við blogg Cairns.
Í þessum pósti spyr Cairns hvort að söfn séu að gera notendum sínum kleift að hafa áhrif safnkost sinn með lýðræðislegri aðkomu með tilkomu Internetinu, eða hvort söfnin séu einungis að styrkja íhaldssaman safnkostinn og skoðanir sem séu þegar til staðar í söfnunum.

museum geek

I am fascinated by power. When I was involved with the music industry, and my friends were busy dissecting the production values of obscure indie records, I was reading the street press to find out who the power brokers were. I wanted to know which individuals shaped what I heard, or could make or break an artist’s career. I wanted to know who defined ‘good’; who created the standards by which all other things were judged, and how those flows of power worked.

This fascination with power is one reason why I am so drawn to the intersection between museums and technology. Museums have an incredibly complex relationship with power. As boundary-defining institutions, they help set the standards by which ‘good’ and ‘bad’, or (more importantly) ‘legitimate’ forms of art, or culture, or history, are judged, doing so within a complex and interrelated system of other institutions that are similarly…

View original post 1.278 fleiri orð