febrúar 2013


Safn fáránlega áhugaverðra hluta er með skemmtilegri vefsíðum sem ég fylgist

Látið barn ljósmyndað á meðan að því er virðist draugamóðir þess felur sig í bakgrunni.

með. Þar er meðal annars þessi mjög svo skemmtilega (og óhugnanlega eftir því hvernig á það er litið) umfjöllun um draugamæður á ljósmyndum og myndir af látnum börnum.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því þegar myndir af látnum einstaklingum eru skoðaðar að dauðinn var svo hversdagslegur og nálægur hér áður fyrr. Myndirnar gerðu fjölskyldum oft kleyft að varðveita einu minninguna sem þær höfðu um litlu börnin sín.

Draugamæðurnar eru aftur á móti skemmtilega upplýsandi þáttur í ljósmyndatækni þess tíma og menningu því sitja þurfti kyrr í þó nokkurn tíma á meðan viðfangsefni festist á filmuna og móðirin sat á meðan hjá barninu til að halda því rólegu.

Enn frekari umfjöllun um ljósmyndir af látnum einstaklingum er að finna á síðu Margaret Gunningham sem nefnist Hús draumanna. Heimildavinnu hennar ber þó að taka með varúð þar sem Wikipedia er ein meginheimilda Gunninghams.

Auglýsingar

Fegurðin í ljótleikanum

Ég hreyfst af þessari bloggsíðu sem sínir ljósmyndir af gömlum rústum, yfirgefnum stöðum og annarri niðurníðslu. Yfirleitt hefur náttúran tekið málin í sínar hendur og byrjað að fegra staðina og umbreyta þeim líkt og sönnum listamanni hæfir.

Ástargöng

Eggert Þór Bernharðsson spjallar

Eggert Þór hefur undanfarið rannsakað og gefið út efni sem byggir á fjölskyldualbúmum. Það verður enginn svikinn af því að mæta og fræðast um hvaða lærdóm má draga af því að skoða slíkar ljósmyndir og kynnast innsýn hans í þennan veruleika.

Þessi mynd er eitt af hræðilegum birtingamyndum aðskilnaðarstefnunnar í Bandaríkjunum. Fjórtán ára unglingur var myrtur eftir misþyrmingar. Grunaðir morðingar voru sýknaðir fyrir rétti þar sem meðsekir ódæðismenn voru á meðal kviðdómenda og seldu stoltir frásögn sína af verknaðinum.

Iconic Photos

1955_jpg

The murder of a 14-year old black boy Emmett Till  in Money, Mississippi in August 1955 sparked the Civil Rights movement, but the crime won’t sound clarion calls for a nation to wake up to if not for the above photo. The gruesome photographs of Till’s mutilated corpse circulated around the country, notably appearing in Jet magazine, which targeted African American crowd. The photo drew intense public reaction. Till, while visiting Mississippi from Chicago, whistled* at a married white woman and incurred the wrath of local white residents.

In the middle of the night, the door to his grandfather’s house was thrown open, and Emmett was taken by the mob of at least six white men, forced into a truck and driven away, never again to be seen alive. Till’s body was found swollen and disfigured in the Tallahatchie river three days after his abduction and only identified by his ring. It was sent back to Chicago, where…

View original post 396 fleiri orð

Nina Simon heldur úti einni af uppáhalds vefsíðum mínum er varða safnamálefni.

Nýlega tók hún viðtal við safnstjórann Mary Warner um sýningu um samtímasögu samkynhneigðra, tvíkynheigðra og transgender í Morrison County Historical Society. Sýningin er að hluta til byggða á þátttöku safngesta sem tjáðu reynslu sína skriflega og síðan var munum safnsins stillt upp þar sem hægt var að tengja þá umfjöllunarefninu. Sýningin naut mikillar hylli og góðrar þátttöku gesta.