mars 2014


Nýleg rannsókn á menningarminjasöfnum í Danmörku sýna margt aðfinnsluvert. Markmið í varðveislu vantar víða, safnageymslur ótækar, lítill hluti safngripa skráður og þeir liggja víða undir skemmdum.

Fugtigt. Øhavsmuseets magasin i Faaborg er så utæt, at det ikke er muligt at kontrollere fugtigheden. Overalt i Danmark er der problemer med opbevaringen af kulturarven. - Foto: Øhavsmuseet

Geymsla Øhavssafnsins í Faaborg. Þar er geymslan svo óþétt að safnstjórnendur geta ekki stjórnað rakastigi sem hefur slæm áhrif á varðveislu safngripanna. Mynd Øhavssafnsins úr frétt Politiken.

Það eru þó ekki söfnin ein sem fá gagnrýni heldur er yfirstjórn menningarmála gagnrýnd líka að sögn blaðamanna Politiken en grein þeirra má lesa hér.

Auglýsingar

Margir fara í ferðalög og starfa um leið sem sjálfboðaliðar við góð og þörf málefni. Nýlegar kannanir benda þó til að víða sé pottur brotinn og að sum fyrirtæki og stofnanir misnoti sér sjálfboða meðvitað en einnig eru dæmi um að áhrif sjálfboðastarfa á samfélög og málefni sé ekki endilega jafn góð og vonir standa til. Þannig er til dæmis varað við vinsælum sjálfboðastörfum á munaðarleysingjahælum í Kambódíu vegna þeirra áhrifa sem stöðugar starfsmannabreytingar hafa á krakkana.
Will Coldwell hjá Guardian fjallar um þessi mál í þessari grein.