Margir fara í ferðalög og starfa um leið sem sjálfboðaliðar við góð og þörf málefni. Nýlegar kannanir benda þó til að víða sé pottur brotinn og að sum fyrirtæki og stofnanir misnoti sér sjálfboða meðvitað en einnig eru dæmi um að áhrif sjálfboðastarfa á samfélög og málefni sé ekki endilega jafn góð og vonir standa til. Þannig er til dæmis varað við vinsælum sjálfboðastörfum á munaðarleysingjahælum í Kambódíu vegna þeirra áhrifa sem stöðugar starfsmannabreytingar hafa á krakkana.
Will Coldwell hjá Guardian fjallar um þessi mál í þessari grein.

Auglýsingar