Menningarmiðlun ehf. er fyrirtæki sem stofnað var á haustmánuðum 2008 til að halda utan um starfsemi okkar hjónanna Aðalheiðar Helgadóttur og Skúla Sæland.

Leiðarljós fyrirtækisins eru rannsóknir og miðlunar menningarsögu með sérstakri áherslu á uppsveitir Árnessýslu.

Fyrirtækið byrjaði smátt en smám saman hefur verið tekist á við metnaðarfyllri verkefni og viðameiri.

Í samræmi við markmið fyrirtækisins að halda niðri kostnaði einbeitum við okkur að notkun opins hugbúnaðar á netinu og ætlum okkur að mestu markaðssetningu og kynningu í gegnum veraldarvefinn.

Verkefni í vinnslu og undirbúningi:

 • Sögubrot síðustu alda. Menningarsaga uppsveita Árnessýslu.
  Samstarf við uppsveitasveitarfélögin um ritstjórn, uppbyggingu og efnisöflun fyrir vefsíðu sem vistuð er á http://www.sveitir.is. Vefsíðunni er ætlað að birta upplýsingar um samfélagið – menningu þess og sögu. Verða þannig öflugt kynningar og stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu og íbúa sveitarfélaganna. Síðan hefur verið opnuð og byrjað er að setja efni inn á hana. Verkefnið hefur verið unnið í hlutastarfi um árabil.
 • Heimildamyndagerð: Arctic Convoys. A lifeline across the Atlantic
  Samstarf um handritsgerð og myndvinnslu heimildamyndar sem byggir á samnefndri ráðstefnu sem haldin var í Háskóla Íslands undir vernd forseta Íslands. Skúli skipulagði viðtöl við fjölda aðila sem tóku þátt í siglingum til Rússlands á stríðsárunum. Þau verða gefin út og fjallað um ráðstefnuna á DVD diski.
  Tímalok – sumarið 2009.
 • Endurreisn Skálholts.
  Rannsókn á uppbyggingu staðarins á 20. öld, Skálholtshátíðum og því tengdu. Þetta er lokaverkefni Skúla við MA-nám í Hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Skil verða sem farandsýning, málþing og margvíslegir viðburðir yfir nokkurra mánaða skeið frá og með haustinu 2009.
  Tími: haustið 2009-vorið 2010
 • Grímsnesið góða
  Hluti af stærra verkefni sem ætlað er að lýsa samfélaginu og sjálfsmynd þess í uppsveitum Árnessýslu í gegnum ljósmyndir. Verkefnið samanstendur af árlegum ljósmyndasýningum og útgáfu Uppsveitadagatalsins þar sem hver hreppur er tekinn fyrir í einu. Dagatalið verður gefið út í byrjun desember og sýning opnar skömmu síðar.
  Tími: desember 2009-vorið 2010.
 • Niðurbrot steinbogans í Brúará
  Höfum rannsakað frásögn um steinboga sem átti að hafa verið í Brúará og Helga Jónsdóttir biskupsfrú og ónefndur bryti í Skálholti létu brjóta niður árið 1602. Nýjar upplýsingar hafa komið fram og hafnar eru þreifingar um samstarf við ferðaþjónustuaðila um að koma þeim á framfæri.
 • Upplýsinga- og ráðgjöf fyrir Kaffi Klett.
  Leiðbeiningar og aðstoð við að setja upp myndir og texta á veitingahúsinu Kaffi Kletti í Reykholti. Umfjöllunarefnið er nærumhverfið og saga þess.
  Tími: vor og sumar 2009
 • Menningarklasi uppsveita Árnessýslu
  Seta í undirbúningsnefnd að stofnun menningarklasa til rannsókna og miðlunar menningarsögulegs efnis ásamt fleirum. Klasanumer ætlað að verða hjálpartæki og tengslanet fyrir frekari samvinnu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana fyrir verkefni sem miða að því að rannsaka og miðla menningu uppsveitanna í sem víðustum skilningi.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s