Í Úkraníu er hatrammlega barist í dag. Fljótt á litið virðist fyrst og fremst vera um valdabaráttu á milli rússnesksættaðra íbúa í austurhluta Úkraníu með stuðningi Rússlands gegn meirihluta Úkraníumanna í vesturhluta landsins sem leitað hafa eftir stuðningi vesturveldanna.

Svyatoslav P. Sheremeta and a deputy in Skole, Ukraine. Wartime graves still stir political passions, depending who did the killing. Credit Brendan Hoffman for The New York Times

Sagan er þó ekki svo einföld.

Þetta landssvæði hefur lengi verið bitbein nágrannaríkja og sundurleitra fylkinga sem hafa ekki skirrst við að fremja fjöldamorð á raunverulegum og ímynduðum andstæðingum sínum.

NYT-In Ukraine, Bones of War Dead Re-emerge to Stir Political Passions

Í dag vinna staðbundnir hópar víðsvegar í Úkraníu að því að bregðast vi Svyatoslav P. Sheremeta and a deputy in Skole, Ukraine. Wartime graves still stir political passions, depending who did the killing. Credit Brendan Hoffman for The New York Timesð tilkynningum um gamla beinafundi, yfirleitt í fjöldagröfum. Nóg er af þeim á þessu svæði. Þessir hópar grafa upp leifarnar og reyna að bera kennsl á einstaklingana og jarðsetja þá. Þetta er þó ekki létt verk, ekki síst vegna þess að margar fjöldagrafanna eru vegna morða sovéskra aftökusveita á árunum 1939-1941, þýskra 1941-1944, sovéskra við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, andstæðra herfylkinga úkraníumanna á stríðsárunum og einnig vígamanna Pólverja og Úkraníumanna því vestasti hluti Úkraníu tilheyrði áður Póllandi.

Það flækir málin að fundur þessara fjöldagrafa valda yfirleitt miklum titringi enn í dag vegna pólitískra deilna sem enn þann dag í dag skipta máli þótt að um meir en 70 ára gömul morð sé að ræða.

Auglýsingar