Það er gaman að geta nefnt það að samhliða vinnu við meistaraverkefni mitt í Hagnýtri menningarmiðlun við HÍ þá flyt ég fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á vegum Sagnfræðingafélagsins. Fréttatilkynninguna hér fyrir neðan má líka sjá hér.

Skúli Sæland sagnfræðingur mun fjalla um viðreisn Skálholts á 20. öld  í fyrirlestri í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, nk. þriðjudag þann 20. október. Um aldamótin 1900 var Skálholtskirkja í slæmu ásigkomulagi og þótt ætlunin væri að vígja bæði biskup og vígslubiskup þar tæpum áratug síðar var það ekki mögulegt vegna ástands staðarins. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig viðhorf landsmanna breytist gagnvart bágu ástandi Skálholts er líður á öldina þar til Skálholtsstaður fær stimpilinn þjóðarskömm. Skoðuð verður umræðan um Skálholt og deilur um viðreisnarhugmyndir sem komu fram og ollu þrátefli á þingi og innan kirkjunnar sem leystist ekki fyrr en Sigurbjörn Einarsson og félagar sóttu stuðning beint til almennings líkt og Eva Joly gerði við upphaf rannsóknar bankahrunsins.

Auglýsingar