Á fimmtudaginn kemur, 18. september kem ég til með að leiða sögugöngu um slóðir ferjuslyss sem varð þar 1903. Gangan er hluti af menningargöngum menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.

Árið 1903 var dragferja hér á milli klappanna við Hvítá við Iðu. Í september sama ár lést Runólfur Bjarnason ferjumaður við störf sín.

Árið 1903 var dragferja hér á milli klappanna við Hvítá við Iðu. Í september sama ár lést Runólfur Bjarnason ferjumaður hér við störf sín.


Runólfur Bjarnason ferjumaður á Iðu drukknaði 1903. Í blaðafréttum var greint frá uppgefinni föðursystur, öldruðum föður og þremur ungum börnum eftir að fyrirvinna fjölskyldunnar féll frá. Gengið verður um slysstaðinn og greint frá slysinu og merkilegum afdrifum fjölskyldunnar.


Upphaf göngunnar er kl. 18 við Iðubrú. Hún tekur allt að tveimur tímum og eru þátttakendur beðnir klæða sig eftir aðstæðum og vera vel skóaðir.

Auglýsingar