Eftirlíking af höfuðleðri á Karl May safninu.

Eftirlíking af höfuðleðri á Karl May safninu. NY Times.

Mörg söfn og starfsmenn þeirra hafa lengi glímt við þessar viðkvæmu og eldfimu spurningar. Þær urðu sérstaklega áberandi undir lok síðustu aldar þegar indjánar í N.-Ameríku sóttu það stíft að fá líkamsleifar á borð við höfuðleður heim til sín til greftrunar. Þeir börðust einnig fyrir því að fá helgigripi sína til varðveislu.

Indjánaættbálkunum varð vel ágengt í þessari baráttu sinni sem markaði þáttaskil í stefnu flestra safna hvað varðaði gripi sem snertu trúarbrögð og gamlar líkamsleifar. Algeng lausn hefur verið sú að gripum þessum hefur verið skilað til afkomenda þeirra sem taldir eru hafa átt eða tengst gripunum. Erfiðara er þegar sönnunarbyrði er krafist fyrir t.d. höfuðleðrum. Eru þau af forfeðrum tiltekins ættbálks? Sum söfn neita í slíku tilfelli að afhenda slíka gripi nema full vissa sé fyrir slíkum tengslum. Önnur hafa hins vegar sett sér þá stefnu að jarðsetja allar líkamsleifar sem varðveittar hafa verið á safninu. Enn eru líka söfn sem halda því fram að varðveisla, skráning og rannsóknir á safngripum, til að mynda höfuðleðrum, sé á meðal mikilvægustu starfa safna.

Greinin Lost in Translation: Germany’s Fascination With the American Old West í The New York Times fjallar um deilur sem snerta kröfur Sault Ste. Marie Tribe af Chippewa indjánaættbálknum á hendur Karls Mays safnsins í Þýskalandi um afhendingu höfuðleðra sem þar eru varðveitt.

Auglýsingar