Fæðing heimildaljósmyndunar í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöld

Ljósmyndarar gátu í fyrsta skipti verið á staðnum og tekið ljósmyndir af hernaðarátökum með tilkomu handhægra ljósmyndavéla á borð við Brownie og Vest Pocket Kodak sem þurftu ekki langan lýsingartíma og tiltölulega auðvelt var að nota. Í Krímstríðinu 1850 og Borgarastríðinu í BNA áratug síðar urðu ljósmyndarar að taka myndir fyrir og eftir bardaga m.a. vegna langs lýsingartíma en nú gátu þeir skrásett atburðina sjálfa og miðlað þeim til dagblaða auk þess sem hermennirnir sjálfir tóku myndir. Nú voru líka settar reglur um að uppstillingar og sögufölsun var ekki ásættanleg.

Góð samantekt um þetta upphaf heimildaljósmyndunar hjá New York Times með heimildum frá Imperial War Museum.

Auglýsingar