Norðmenn eru að missa vitið

Hvað er vit ef ekki minni og þekking?

Í meðfylgjandi blaðagrein norska þjóðskjalavarðarins, Ivars Fonnes, kemur fram að saga og þekking norska ríkisins er vel varðveitt þau 200 ár sem það hefur verið við lýði. Öðru máli gegnir um síðustu tvo áratugi.

Þrátt fyrir stöðugar viðvaranir og beiðnir skjalavarða um fjármagn til að koma upp varðveislu á stafrænum gögnum norska ríksins hefur því ekki verið sinnt. Ríkið og sveitafélög hafa tekið upp stafræna gagnameðhöndlun og sú hætta er nú fyrir hendi að gögnin glatist endanlega þar sem ekki eru til leiðir til að varðveita þessar heimildir varanlega.

Auglýsingar