Nýlendustefnan ennþá við lýði og jafnvel öflugri en hún var

Hvernig upplifir persóna frá Þriðja heiminum forna og glæsta menningu Evrópu? Ekki síst þegar hún sækir menntun í einhverjum af virtustu menntastofnunum álfunnar.

Í þessari vefsíðufærslu prófessorsins Walters Mignolo birtir hann bréf fyrrum nemanda síns, Michelle K. frá Singapore, sem hún skrifaði sem hluta af námskeiðsverkefni. Í bréfinu sem hún skrifar til sjálfrar sín áður en hún heldur til Evrópu, lýsir hún hrifningu sinni af menningu Evrópu og hvernig hún kynnist betur og betur listum, heimspeki, siðum og samskiptum við samnemendur sína.

Hins vegar líkur bréfi Michelle á því þeirri uppgötvun hennar að með því að samsama sig og læra á menningu Evrópu byrjar hún að skoða og skynja sína eigin menningu og heimaland með augum Vesturlandabúa.

Þetta ferli er óafturkræft og í bréfi sínu sem er ákaflega vel skrifað og heillandi gerir Michelle góða grein fyrir því hvernig skynjun lærist og breytist þegar maður samlagast nýrri menningu.

Auglýsingar