Miðlun menningar til að hala inn peninga vegna ferðaþjónustu er afskaplega vinsælt efni.
Gestirnir sem njóta slíkrar menningar eru alla jafna líka þakklátir fyrir að fá innsýn inn í samfélagið með slíkum hætti.
Oftar en ekki gleymist þó að til að geta miðlað menningu þarf hún að vera rannsökuð eða uppgötvuð og slíkt er viðvarandi ferli því með aukinni þekkingu opnast stöðugt nýjir fletir á menningarefnið.
Menningarverðmæti eiga stöðugt á hættu að eyðast eða hreinlega að vera eytt og þarf stöðuga árvekni til að verja hana mögulegum skemmdaröflum. Hér gildir sem endranær að of seint er að birgja brunninn eftir að …
Síðast en ekki síst þarf að skapa vandaða aðstöðu og form til að miðla menningarverðmætum. Slíkt krefst m.a. faglegs undirbúnings og uppbyggingu umgjörðar um framsetninguna svo vel sé.
Samtök um söguferðaþjónustu gera vel með því að minna á þessi lykilatriði.

Samtök um söguferðaþjónustu álykta um mikilvægi menningararfsins | Ferðamálastofa.

Auglýsingar