Í BNA liggur fyrir frumvarp, sem mögulega mun tryggja eignarrétt einkafyrirtækja á efni sem dreift er um netið s.s. rafbækur. Menningarstofnanir á borð við skjalasöfn og hugsanlega hefðbundin söfn í æ ríkari mæli, munu þá þurfa að borga viðkomandi fyrirtæki leyfisgjöld fyrir aðgengi að menningarupplýsingum. Þar með er hætta á að vald á menningarsögu færist yfir í hendur fyrirtækja.

Er þetta hugsanlega framtíðin sem mun fylgja aukinni netvæðingu? Munu stórfyrirtækin „eignast“ réttinn á því efni sem dreift er um þeirra gáttir og menning og saga nútímans verða háð góðvild og leyfi slíkra aðila?

Auglýsingar