Safn fáránlega áhugaverðra hluta er með skemmtilegri vefsíðum sem ég fylgist

Látið barn ljósmyndað á meðan að því er virðist draugamóðir þess felur sig í bakgrunni.

með. Þar er meðal annars þessi mjög svo skemmtilega (og óhugnanlega eftir því hvernig á það er litið) umfjöllun um draugamæður á ljósmyndum og myndir af látnum börnum.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því þegar myndir af látnum einstaklingum eru skoðaðar að dauðinn var svo hversdagslegur og nálægur hér áður fyrr. Myndirnar gerðu fjölskyldum oft kleyft að varðveita einu minninguna sem þær höfðu um litlu börnin sín.

Draugamæðurnar eru aftur á móti skemmtilega upplýsandi þáttur í ljósmyndatækni þess tíma og menningu því sitja þurfti kyrr í þó nokkurn tíma á meðan viðfangsefni festist á filmuna og móðirin sat á meðan hjá barninu til að halda því rólegu.

Enn frekari umfjöllun um ljósmyndir af látnum einstaklingum er að finna á síðu Margaret Gunningham sem nefnist Hús draumanna. Heimildavinnu hennar ber þó að taka með varúð þar sem Wikipedia er ein meginheimilda Gunninghams.

Auglýsingar