Nina Simon heldur úti einni af uppáhalds vefsíðum mínum er varða safnamálefni.

Nýlega tók hún viðtal við safnstjórann Mary Warner um sýningu um samtímasögu samkynhneigðra, tvíkynheigðra og transgender í Morrison County Historical Society. Sýningin er að hluta til byggða á þátttöku safngesta sem tjáðu reynslu sína skriflega og síðan var munum safnsins stillt upp þar sem hægt var að tengja þá umfjöllunarefninu. Sýningin naut mikillar hylli og góðrar þátttöku gesta.

Auglýsingar